Góðan dag gott fólk. Ég þakka einstaklega góð "comment" viðbrögð.
Seinastu viku hefur að megninu til verið varið á Gustavsberginu. Ég er búinn að vera með magakveisu alla vikuna og sér ekki fyrir endann á því. Ég lét mig samt hafa það að mæta á fimmtudagskvöldið í jólahlaðborð með bekknum. Við hittumst hjá Tine, sem býr í frekar litlu húsnæði en hún gat samt sómasamlega haft okkur 18 stykki í stofunni hjá sér og það fór bara ágætlega um okkur. Ég mætti aldrei þessu vant á réttum tíma og passaði mig vel á því minnugur þess hvað við (sumir) íslendingar teygja vel á hinu "akademíska" korteri. Nei, einmitt þarna tóku bekkjarfélagar mínir upp merki mitt og voru að mæta eftir dúk og disk. Við pöntuðum mat utan úr bæ og ég verð nú að segja það að ég hef nú fengið betri jólamat og virðist dananum stundum vera algjörlega ómögulegt að hafa sósu með kjötinu. Hvað um það síldin var verulega góð sem og purusteikin. Annað var ágætt en samt vantaði smá "touch". Stemmingin og snafsinn(sinnum x) bættu þetta vel upp. Ég var bara fínn í mallanum og hélt að nú væri mér bara batnað, en ég borgaði til baka daginn eftir en það er aukaatriði.
Undir hverjum diski voru skilaboð um það hvað maður ætti að gera og ég var svo heppinn að fá skipun um það að halda ræðu og bjóða alla velkomna. Eini einstaklingurinn sem kunni varla málið fékk að halda ræðuna. Líkurnar eru 1 á móti 18 og ég verð nú að segja að annað eins mun ekki bjóðast á ný.
Ræðan var mjöööööög stutt og ég þakkaði bekkjarfélögum hversu opnum örmum þeir hafa tekið mér. Ég fór frekar snemma heim eða um ellefuleytið og mig grunar að félagar mínir hafi nú verið töluvert lengur.

Tengdamamma og Rúna, dóttir Ásrúnar systur Sólrúnar, komu hingað og voru frá síðasta sunnudegi til fimmtudagsmorguns. Einstaklega ljúft að fá þær í heimsókn. Ég gat nú lítið sinnt þeim nema kannski í gegnum smá eldamennsku, en Sólrún var dugleg að fara með þeim í bæinn og svo var reyndar farið í jólabæ á suður Jótlandi.

Jæja ég verð að halda áfram að læra. Vil reyndar benda fólki á að dollarinn er í 65 kalli og því eru www.shopusa.is, www.ebay.com og fleiri slíkir miðlar alveg ægilega girnilegir.

Skrifað á nokkuð nýlegu og jafnvel hlýlegu Gustavsbergi,

Arnar Thor

Ummæli

Sara sagði…
Þetta er nú meira veikinda bælið þarna hjá ykkur!! Eruð þið að taka út öll veikindi fyrir næstu fimm árin??

Vinsælar færslur